BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Meistaraflokkur karla leikmannakynning 2020: Anton Ari Einarsson

01.05.2020 image

“Hver er maðurinn?” Kynning á leikmönnum meistarflokks karla keppnistímabilið 2020. Við kynnum til leiks markvörðinn Anton Ara Einarsson

image

Fullt nafn: Anton Ari Einarsson

Fæðingardagur og ár: 25. ágúst 1994

Staður: Bý í mosó

Staða á velli: Markmaður

Treyjunúmer: er eiginlega ekki kominn með neitt númer, en hef spilað í treyju númer 12 í vetur

Gælunafn: Toni

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Börn: Einn strákur

Bíll: Hyundai 130 station

Uppáhalds….

…Lið í enska: Liverpool

…Fótboltamaður: Iker Casillas

…Tónlist: Allskonar, en aðallega eldri tónlist

…Matur: Pizza

…Leikmaður í mfl.kvk: Hafrún Rakel

…Frægasti vinur þinn: Ætli það sé ekki sjónvarpsundirð Gunnar Birgisson

…Staður í Kópavogi: Kópavogsvöllur

Hver í mfl er.…

…Fyndnastur: Viktor Örn

…Æstastur: Guðjón Pétur Getur verið æstur inn á milli

…Rólegastur: Ætli það sé ekki bara ég

…Mesta kvennagullið: Róbert Orri

…Líklegur í að vinna gettu betur: Elli Helga

…Lengst í pottinum: Gauji

…Gengur verst um klefann: Pass

…Með verstu klippinguna: Örugglega ég eftir að ég fékk kærustuna til að klippa mig núna í covid banninu

…Bestur á æfingu: Gísli á það til að grilla allt og alla

Að lokum, hvað er Breiðablik: Breiðablik er besti klúbbur landsins

Ekki bara markmaður

Góður dagur í Moso með Antoni Ara og fjölskyldu.

Evrópuúrval Antons Ara

Við fengum Anton Ara til að fara í smá leik með okkur þar sem hann velur sitt úrvalslið úr þeim fjölda Blika sem hafa farið til erlendra liða á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að Sigurður Grétarsson fór fyrstur Blika í atvinnumensku árið 1980.

image

Evrópublikar Breiðabliks 1980 - 2020

Um 50 leikmenn meistaraflokks karla hjá Breiðablik hafa farið, verið seldir eða lánaðir til liða erlendis síðustu 40 ár.

image

/POA

Til baka