BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Lengjubikarinn 2020: Breiðablik - KR á sunnudag kl.19:15!

13.03.2020 image image

Samkvæmt leikjaplani KSÍ er næsti leikur mfl karla við KR-inga á sunnudagskvöld kl.19:15. Frítt er inn á leikinn og nóg pláss í stúkunni.

Þetta er fimmti og síðasti leikur beggja liða í riðlinum. Bæði lið eru með fullt hús stiga - 12 stig - eftir 4 umferðir en við Blikar eru með hagstæðari markatölu. Aðeins eitt lið fer áfram úr hverjum riðli. Sigurvegari okkar riðils spilar undanúrslitaleik við sigurvegara í 3 riðli: FH eða HK.

Sagan

Leikurinn á sunnudaginn verður 91. mótsleikur Breiðabliks og KR frá upphafi.

Liðin hafa mæst 13 sinnum innbyrðis í Lengjubikarnum (Deildabikar KSÍ). Tölfræðin fellur með KR: 6 sigar þeirra röndóttu, 4 sigrar Blikamanna og jafnteflin eru 3. Þrisvar hafa liðin leikið til úrslita í keppninni. Fyrst árið 2010 en þá vinnur KR 2.1 sigur. Liðin mætast aftur í úrslitaleik 2012. KRingar vinna þann leik 2:0. Árið eftir mætast liðin aftur í úrslitaleik sem Blikamenn sigra 3:1.

Síðustu 3 innbyrðisleikir liðanna í Lengjubikarnum:

22.03 11:00
2014
Breiðablik
KR
0:0
5
Deildabikar KSÍ | 5. umferð
Fífan | #

18.04 19:00
2013
KR
Breiðablik
1:3
6
2
Deildabikar KSÍ | 8 liða úrslit
KR-völlur | #

Blikar hjá KR

Nokkrir uppaldir Blikar leika með Vesturbæjarliðinu. Kristinn Jónsson gekk til liðs við KR eftir keppnistímabilið 2017. Arnór Sveinn Aðalsteinsson söðlaði um árið 2016 og fór til KR. Finnur Orri Margeirsson gekk til liðs við KR eftir að hafa spilað í Noregi árið 2015. Og fyrrverandi leikmaður okkar Blika, Akureyringurinn Atli Sigurjónsson, leikur nú með Íslandsmeisturum KR en hann lék 49 mótsleiki með Breiðabliki á árunum 2015 til 2017

Leikurinn

Við hvetjum að sjálfsögðu stuðningsmenn til að mæta á leikinn á sunnudaginn og hvetja sína menn áfram, en fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport.

Veitingar fyrir leik og í hálfleik. Endilega kíkið við á fyrstu hæðinni og fáið ykkur eitthvað gott.

Leikur Breiðabliks og KR verður á Kópavogsvelli sunnudaginn 15. mars kl.19:15!

Frítt er inn á leikinn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka