BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristinn kominn heim!

07.02.2020

Knattspyrnumaðurinn snjalli Kristinn Steindórsson hefur ákveðið að klæðast grænu treyjunni á nýjan leik.

"Það er virkilegt ánægjuefni að fá Kidda aftur heim. Hann mun styrkja liðið innan vallar og utan og ég horfi til þess að hann geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna okkar" segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari. 

Kristinn sem varð bikarmeistari með Blikum árið 2009 og Íslandsmeistari árið 2010 á að baki 132 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skoraði í þeim 44 mörk. Hann skoraði 9 mörk í 30 leikjum með landsliðum Íslands en hann spilaði 3 A-landsleiki og 27 leiki með yngri landsliðum Íslands. 

Á árunum 2012 til 2018 lék Kristinn 162 leiki sem atvinnumaður í Svíþóð og í Bandaríkjunum en frá þeim tíma hefur hann leikið með FH.

Velkominn heim Kristinn! 

Til baka