BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristian Nökkvi Hlynsson skrifar undir samning við Breiðablik

13.09.2019

Kristian Nökkvi Hlynsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Kristian, sem er fæddur árið 2004, er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju.

Kristian hefur staðið sig afar vel bæði með Blikum sem og yngri landsliðum Íslands þar sem hann hefur spilað upp fyrir sig. Í sumar fór Kristian með 3.flokki karla til Hollands á elítumót og var þar valinn besti leikmaður mótsins af mótshöldurum.

Á dögunum var Kristian Nökkvi til reynslu hjá hollenska stórliðinu Ajax en Kristian hefur vakið athygli margra erlendra stórliða með frammistöðu sinni. Kristian hefur reglulega verið á æfingum með meistaraflokki Breiðabliks síðan um mitt sumar.

Kristian hefur leikið með U-15 og U-16 ára landsliðum Íslands þar hefur hann skorað tvö mörk í fimm leikjum.

Við óskum Kristian Nökkva til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni

Til baka