BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Knattspyrnuskóli Tottenham Hotspur

26.04.2012

 

Skráning í fullum gangi og núna eru strákar og stelpur í 6. flokki líka velkomin á þetta frábæra námskeið.

Breiðablik og Tottenham Hotspur FC hafa gert með sér samkomulag um rekstur knattspyrnuskóla fyrir stráka og stelpur annað árið í röð.

Námskeiðin verða fjögur talsins og haldin dagana 18. - 22. júní og 25. - 29. júní 2012. Hvert námskeið er 15 klukkutímar af fótbolta undir stjórn frábærra þjálfara (5 dagar, 3 tímar í senn). Fjöldinn á hverju námskeiði er takmaður við 80 iðkendur þar sem þjálfarar Tottenham Hotspur vilja vinna með smærri hópa til að sinna einstaklingum eins og best verður á kosið.

Nánar um námskeiðin hér

Knattspyrnudeild Breiðabliks  - Unglingaráð

Til baka