BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kátir voru karlar…við höldum upp á Skipaskaga á morgun

08.06.2016

Blikastrákarnir halda sem leið liggur á morgun fimmtudag í gegnum Hvalfjarðargöngin og upp á Skipaskaga til að mæta Skagamönnum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins kl. 19:15.

Leikurinn hefst kl.19.15 og má búast við hörkuleik. Þeim gulklæddu hefur ekki gengið sem skyldi í deildinni og ætla örugglega að sýna sínu heimafólki að það séu samt enn töggur í liðinu.

Okkar piltar hafa hrist af sér vonbrigði síðasta leiks og ætla sér langt í bikarnum í ár.  Ekki er ólíklegt að þjálfararnir tefli fram eitthvað breyttu liði frá þeim leik en samt er ólíklegt að þeir geri jafn margar breytingar og fyrir leikinn gegn Kríunni í 32-liða úrslitunum.

ÍA og Breiðablik eiga að baki 8 leiki í Bikarkeppni KSÍ:  3 leiki í 16 liða, 3 leiki í 8 liða og 2 leiki í undanúrslitum.

Fyrsti leikurinn var í heimaleikur ÍA í júlí 1977. Skagamenn vinna þann leik 1-0. Í ágúst árið eftir vinna Skagamenn aftur 1-0 í undanúrslitaleik á á Kópavogsvelli.

Á árunum 1982 – 1986 mætast lið 4 sinnum í hörku leikjum. 1982 vinna Skagamenn 1-2 í 8 liða úrslitum á Kópavogsvelli. Árið eftir fara Blikar í undanúrslitaleik upp á Skaga. Þetta var ekta bikarleikur sem tapaðist á lokamínútunum. Þriðja árið í röð dragast liðin saman. Nú í 8 liða úrslitum á Kópavogsvelli í júlí 1984 „í besta leiks sumarsins“ að sögn blaðamanns Morgunblaðsins. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Skagamenn vinna  svo vítaspyrnukeppnina 3-4 með frábærri markvörslu Bjarna í markinu. Tveimur árum síðar eru Skagamenn aftur komnir á Kópavogsvöll. Í þetta skiptið í 8 liða úrslitum.  Og aftur er barist fram á síðustu mínútu. „Bráðskemmtilegur og hressilega spilaður leikur, æsispennandi framlenging og mögnuð víatspyrnukeppni“ skrifar frétaritari Morgunblaðsins. Blikar urðu að sjá á eftir sigrinum eftir framlengdan leik og vitaspyrnukeppni. Skagmenn skorðuð samtals 7 mörk gegn 6 mörkum Blika eftir 2-2 stöðu í lok framlengingar. Já, Já, þetta voru 4 magnaðir bikarleikir á 5 ára tímabili.

Lárið 2005 spila liðin framlengdan leik á Skaganum í 16 liða úrslitum. ÍA vinnur þann  leik 2-1 með marki frá Pálma Haraldssyni á 101 mín. Nokkrir núverandi leikmennn og liðsstjórar Blika voru á skýrslu þeim leik.

Fyrsti sigur Blika á ÍA í Bikarkeppni KSÍ var í 16 liða úrslitum á Skaga 20. júní 2013. Leikurinn vannst 0-3. Leikurinn fór í framlengingu. Það voru þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Ellert Hreinsson og Tómas Óli Garðarsson sem skorðu mörk Blika á 103. 114. og 119. mín leiksins.

Nánari umfjöllun um alla bikarleki liðanna.

Spáin fyrir Akranes gerir ráð fyrir hæglætisveðri. Hitinn verður um 11 stig, hægur norð- eða norðaustan vindur og má búast við að flestir bátar verði komnir að landi áður en leikurinn byrjar kl.19.15.

Semsagt ÍA - Breiðablik í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn  9. júní kl. 19:15

Vonandi mæta sem flestir úr Kópavoginum að horfa á leikinn og við förum öll kát og glöð í bæinn aftur!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

 

-AP/POA

Til baka