BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karl Friðleifur framlengir út keppnistímabilið 2022

02.03.2020 image

Karl Friðleifur Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik út keppnistímabilið 2022.

Karl Friðleifur sem er fæddur árið 2001 hefur alls leikið 14 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og var í leikmannahópi Breiðabliks í flestum mótsleikjum síðasta sumar. Hann er bæði fljótur og leikinn leikmaður og spilar jafnan í bakverði eða úti á kanti. 

Karl Friðleifur hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 27 unglingalandsleiki og hefur skorað í þeim sjö mörk.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni á komandi misserum.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Karl Friðleifur og Óskar Hrafn handsala nýjan samning.

Til baka