BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kári kominn heim!

19.12.2014

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berasta að gamli fyrirliðinn okkar, Kári Ársælsson, hefur ákveðið að snúa aftur í Kópavogsdalinn. Hann skrifaði í dag undir 2 ára samning við Breiðablik. 

Kári, sem er 29 ára gamall varnarmaður, er fæddur og uppalinn Bliki en hefur einnig spilað með Stjörnunni, ÍA og BÍ/Bolungarvík á ferlinum.

Kári var fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks þegar við unnum bikarmeistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn árið 2010. Hann hefur spilað 156 leiki fyrir meistaraflokk Blika og skorað í þeim 17 mörk. Það er mikill fengur að Kára því hann er ekki einungis ágætis knattspyrnumaður heldur einnig mjög sterkur félagslega. Þar að auki er hann drengur góður!

Blikar.is fagna heimkomu Kára og binda vonir við að koma hans muni fleyta okkur aftur á efstu þrep íslenskrar knattspyrnu.

Til baka