BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jóla- og áramótakveðja 2018

31.12.2018

Árið 2018 verður okkur Blikum minnisstætt. Væntingar fyrir mótið voru hófstilltar. Strákunum var spáð sæti um miðja deild en stelpunum var spáð sæti í efri hluta deildarinnar. En við komum öllum á óvart. Stelpurnar unnu mjög óvænt tvennuna góðu. Lönduðu fyrst bikarmeistaratitlinum og þegar yfir lauk var Íslandsmeistaratitillin kominn í Kópavoginn.

Strákarnir fóru hamförum í byrjun móts og leiddu deildina til að byrja með. Að lokum lentum við í silfursætinu og í bikarnum töpuðum við titlinum eftir vítaspyrnukeppni.

Blikar geta því verið stoltir af árangri sumarsins! Við erum búin að sýna það og sanna að við erum stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Við ætlum að byggja ofan á árangur sumarsins með enn háleitari markmiðum næsta sumar. Framtíðin er okkar Blikar!

Blikar.is óskar öllum Blikum nær og fjær gleðilegs árs með kærri þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Meira>

Til baka