BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jóla-fótboltanámskeið Breiðabliks 2018

15.12.2018

Námskeiðið er í boði fyrir iðkendur í 3.flokki kvenna og karla ('03-'04) og stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags milli jóla og nýárs, 27.-30. desember. 

Umsjónarmenn námskeiðsins eru þeir Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson.

Aldursflokkur: 3. flokkur kvenna og karla ('03-'04)

Tími dags: 10:00 - 12:00 hvern dag (í 4.daga)

Staður: Knattspyrnuhöllin Fífan, Kópavogi.

Skráning og fyrirspurnir: Smella HÉR eða senda póst til: jolafotboltanamskeid@gmail.com

Verð: kr. 15.000

Í þessu námskeiði er fókusinn settur sóknarhluta leiksins og unnið er að því að þjálfa færni iðkenda útfrá þeirri stöðu og hlutverki sem hver og einn gegnir hjá félagsliði sínu. Markmið námskeiðsins er að iðkendur fái þekkingu og kunnáttu um hvernig skuli æfa aukalega og þálfa sóknarleik sinn.

Þetta námskeið er gott tækifæri fyrir krakka sem vilja nýta tímann milli jóla og nýárs til að halda sér í þjálfun og bæta leik sinn.


 

Til baka