BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jafnt í Vestmannaeyjum

11.05.2012

 

Önnur umferð íslandsmótsins hófst á leik ÍBV og Breiðabliks á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Bæði lið höfðu tapað sínum fyrstu leikjum, ÍBV á móti Selfossi og Blikar heima á móti Skagamönnum í jöfnum leik. Gera mátti ráð fyrir jafntefli í þessum leik en þegar að skoðaðar eru innbyrðis viðureignir þessara liða frá upphafi þá staðan þannig að lðin hafa skipt þessu bróðurlega á milli sín. 25 sigarar, 10 jafntefli og 25 töp.

Blikar byrjuðu betur fyrstu mínúturnar en Eyjamenn komu til baka og náðu völdum á vellinum. Sigmar stóð sig vel á milli stangann og varði mjög vel á köflum. Blikar voru nokkuð passívir enda einkenndist leikurinn af frekar mikilli baráttu, sprækir eyjapeyjar náðu að stoppa Blika og þeirra sóknartilburði.

Eitthvað var um færi og hefðu bæði lið getað sett boltann í markið á góðum degi en það gekk ekki sem skyldi. Blikar voru skyljanlega ekki margir á vellinum enda erfiðara að fara til Eyja en upp í Árbæ. Í heildina voru um 800 manns á vellinum.

Næsti leikur Blika verður á mánudaginn á Kópavogsvelli á móti Valsmönnum. Valsarar hafa unnið 2 fyrstu leikina sína og sitja í efsta sæti. Blikar hafa mátt þola tap og náðu svo núna jafntefli í eyjum sem menn geta verið þokkalega sáttir við.

Þess má geta að íslandsmeistarartímabilið 2010 byrjaði á tapi og jafntefli en sigur vannst svo í þriðja leik og restina þekkja allir. Mætum á völlinn á þriðjudaginn og styðjum við bakið á strákunum, látum í okkur heyra og sýnum að okkur er ekki sama. Snúum bökum saman og bökkum okkar fólk upp, það er gaman að vera Bliki. Ég hef full trú á Blikasigri í næsta leik hjá strákunum svo ekki sé talað um stelpurnar sem mæta Fylki á sunnudaginn á Kópavogsvelli. Nú dugar ekkert hangs og ekkert hik, allir á völlinn. Áfram Breiðblik!

KIG

Til baka