BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

ÍSLAND – FRAKKLAND Á RISASKJÁ Á RÚTSTÚNI

02.07.2016

Landsleikur Íslands og Frakklands á EM í knattspyrnu verður sýndur á risaskjá í beinni útsendingu næstkomandi sunnudag á Rútstúni í Kópavogi, en það eru knattspyrnufélögin í Kópavogi – Breiðablik og HK – í samvinnu við Kópavogsbæ sem standa að beinu útsendingunni.

Aðstæður á Rútstúni eru allar hinar bestu og er því óhætt að fullyrða að það verður sérstök upplifun að fylgjast með landsleiknum þar.  Leikurinn verður sýndur á risastórum LED skjá með frábæru hljóðkerfi og að auki er veðurspáin hin besta og sætin í brekkunni bjóða upp á einstakt útsýni að skjánum þar sem mikilvægasti leikur landsliðsins til þessa verður spilaður.  Kópavogur býður því upp á París í beinni á eigin heimavelli.

Allir eru velkomnir á Rútstún á sunnudag og eru Kópavogsbúar sérstaklega hvattir til að mæta á svæðið og búa til skemmtilega fjölskyldustemmningu á túninu.

Næg bílastæði eru í og í kringum Sundlaug Kópavogs, á Borgarholti og víðar. 

Á F R A M   Í S L A N D !

Til baka