BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Höskuldur Gunnlaugsson til Halmstad

28.07.2017
Höskuldur Gunnlaugsson, framherjinn knái í Breiðablik er á leið til úrvalsdeildarliðsins Halmstad í Svíþjóð.  
 
Höskuldur er uppalinn Bliki og hefur leikið 113 leiki með félaginu þrátt fyrir ungan aldur - en Höskuldur er 22 ára gamall.  Hann hefur skorað alls 19 mörk með meistaraflokki Breiðabliks og átt tugi stoðsendinga til félaga sinna sem gefið hafa mörk - nú síðast 4 í einum og sama leiknum gegn KA á sunnudag.   Nokkuð sem er fáheyrt. Þá hefur hann leikið 7 leiki með U-21 árs landsliði Íslands og skorað þar 2 mörk.   
 
Félagaskiptin eru frágengin milli Breiðabliks og Halmstad og heldur Höskuldur til Svíþjóðar á sunnudag. Halmstad á sér merka sögu í sænskri knattspyrnu. Félagið hefur 4 sinnum orðið sænskur Meistaradeild, síðast árið 2000. Halmstad er nú í neðri hlutanum í Allsvenskan - sænsku úrvalsdeildinni en ljóst er að félagið ætlar sér að klifra upp töfluna. Kaupin á Höskuldi er liður í þeirri baráttu. Hefðbundin læknisskoðun er ekki lokið en allar líkur eru á að leikmaðurinn verði orðinn löglegur hjá Halmstad á næstu dögum  
 
Höskuldur hefur verið eftirlæti margra stuðningsmanna Breiðabliks undanfarin ár með tækni sinni og leikni og hans verður saknað úr Kópavoginum.  Það kemur hinsvegar ekki neinum á óvart að hann reyni fyrir sér í atvinnumennsku á erlendri grundu.  
 
Blikar.is óska honum velgengni og þakka honum fyrir frábært framlag og tryggð við félagið alla tíð. Við munum örugglega sjá til hans í grænum búningi að nýju síðar.  

Til baka