BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur Örn til Fram

11.07.2019

Markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson hefur gengið til liðs við Fram í Inkasso-deildinni. Hlynur þekkir til hjá félaginu en hann lék með Safamýrarliðinu sumarið 2017.

Hlynur Örn er 23 ára gamall og á að baki 8 leiki með Breiðabliki og samtals 65 leiki með Njarðvík, Fjölni, Grindavík, Tindastól, KF og Augnabliki.

Hann hefur verið í herbúðum Blika frá árinu 2012 Þess má geta að Hlynur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með KF í 2. deildinni árið 2011 aðeins 15 ára gamall. 

Hlynur hefur spilað fimm leiki með U-17 ára landsliði Íslands og sex leiki með U-19 ára landsliðinu.

Blikar óska Hlyni Erni velfarnaðar á nýjum slóðum og þakka honum góða viðkynningu.

Til baka