BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur Örn lánaður í Tindastól

06.05.2015

Markvörðurinn ungi Hlynur Örn Hlöðversson hefur verið lánaður í Tindastól. Hlynur sem er 19 ára gamall hefur lengi verið einn af efnilegustu markvörðum landsins. Hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn með meiðsli undanfarin ár en er nú óðum að ná fullum styrk. Hlynur Örn hefur leikið 5 landsleiki með U-17 ára landsliði Íslands og 3 með U-19 ára. Sumarið 2013 spilaði hann flesta leiki Augnabliks í 3. deildinni.

Það er von knattspyrnudeildar Breiðabliks að Hlynur Örn fái góða reynslu á Sauðárkróki og komi tvíefldur til baka í Kópavoginn i haust. Tindastóll spilar í sumar í 2. deildinni og þjálfari þeirra er Sigurður Halldórsson (Siggi Donna) sem eitt sinn þjálfaði Blikaliðið.

-AP

Til baka