BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur Örn lánaður í Fram

19.04.2017

Markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson hefur verið lánaður til Fram út keppnistímabilið 2017.

Hlynur er 20 ára gamall og ættaður frá Siglufirði.  Hann hefur verið í herbúðum Blika í 5 ár. Árið 2013  var hann lánaður í Augnablik og spilaði þar 17 leiki í 3. deildinni. Árið 2015 var Hlynur lánaður í Tindastól þar sem hann lék 16 leiki í 2. deildinni. Og í fyrra var var hann lánaður hálft keppnistímabil til Grindavíkur þar sem hann lék 11 leiki.

Þess má geta að Hlynur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með KF í 2. deildinni árið 2011 aðeins 15 ára gamall. Hlynur hefur spilað fimm leiki með U-17 ára landsliði Íslands og sex leiki með U-19 ára landsliðinu.

Það verður gaman að fylgjast með Hlyni í Inkasso-deildinni í sumar og ljóst að hann mun koma reynslunni ríkari til okkar eftir tímabilið.

Til baka