Hlynur Örn Hlöðversson, hefur verðið lánaður til nýliða Njarðvíkur í Inkasso-deildinn í sumar. Fyrir stuttu framlengdi Hlynur samning sinn við Blikaliðið til ársins 2020. Hlynur Örn, sem…" /> Hlynur Örn Hlöðversson, hefur verðið lánaður til nýliða Njarðvíkur í Inkasso-deildinn í sumar. Fyrir stuttu framlengdi Hlynur samning sinn við Blikaliðið til ársins 2020. Hlynur Örn, sem…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur framlengir og lánaður til Njarðvíkur

03.03.2018

Markvörðurinn snjalli, Hlynur Örn Hlöðversson, hefur verðið lánaður til nýliða Njarðvíkur í Inkasso-deildinn í sumar.

Fyrir stuttu framlengdi Hlynur samning sinn við Blikaliðið til ársins 2020.

Hlynur Örn, sem er fæddur árið 1996, spilaði á lánssamningi hjá Fram í 1. deildinni í fyrra og lék þar nánast alla leiki liðsins. Hann hefur einnig leikið með Tindastóli og Grindavík á láni. Hlynur á 11 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd. 

Hlynur er stór og sterkur markvörður sem á framtíðina fyrir sér.

Við óskum Hlyn góðs gengis í Inkasso-deildinni í sumar.

Til baka