BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur framlengir

31.01.2018

Markvörðurinn efnilegi, Hlynur Örn Hlöðversson, hefur framlengt samning sinn við Blikaliðið út tímabili 2019.

Hlynur Örn, sem er fæddur árið 1996, spilaði á lánssamningi hjá Fram í 1. deildinni í fyrra og lék þar nánast alla leiki liðsins. Hann hefur einnig leikið með Tindastóli og Grindavík á láni.

Þá á Hlynur 11 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur verið í U21 landsliðinu að undanförnu.

Blikar fagna þessum tíðindum og óska Hlyni innilega til hamingju með samninginn!

Nánar um leikmanninn.

Til baka