BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

HK og Breiðablik mætast í Borgunarbikarnum á morgun mánudag kl.19.15 í Kórnum!

25.05.2014

HK og Breiðablik mætast í Borgunarbikarnum á morgun mánudag kl.19.15 í Kórnum!

Þetta er ,,derby“ slagur af bestu gerð. Þrátt fyrir að liðin séu í sitt hvorri deildinni þá má búast við hörkuleik á morgun.

HK-ingar hafa byrjað vel í 1. deildinni og eru í 3. sæti og hafa ekki enn tapað leik. Okkar piltum hefur hins vegar ekki gengiðeins vel og hafa ekki enn unnið leik. Leikir þessara liða hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og mikið fjör bæði innan vallar sem utan. Við unnum HK í fyrra í bikarnum en þá misstu nágrannar okkar mann af velli eftir nokkrar mínútur og eftirleikurinn því nokkuð auðveldur.

En það verður ekki það sama upp á teningnum núna.  Bæði lið spila upp á stoltið þannig að það verður fjör!

Þrír uppaldir Blikar spila nú með HK-liðinu. Þetta eru þeir Viktor Örn Margeirsson (bróðir Finns Orra fyrirliða okkar) og Steindór Snær Ólason sem eru á  láni frá Bikum. Einnig gekk Viktor Unnar Illugason til liðs við HK-inga fyrir þetta tímabil. Í Blikaliðinu eru síðan fyrrum HK-ingarnar Gunnleifur Gunnleifsson og Damir Muminovic. Það verða því stálin stinn sem mætast í Kórnum á morgun.

Þetta er leikur sem engin Kópavogsbúi má láta fram hjá sér fara!

Áfram Blikar, mætum öll og látum vel í okkur heyra!

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!

Til baka