Blikar mæta HK í Lengjubikarnum í Kórnum í dag fimmtudaginn 19.mars kl.18.15. Leikurinn er líka styrktarleikur fyrir Ólaf ,,Hlera“ Ingimundarson sem greindist nýlega með heilaæxli og…" /> Blikar mæta HK í Lengjubikarnum í Kórnum í dag fimmtudaginn 19.mars kl.18.15. Leikurinn er líka styrktarleikur fyrir Ólaf ,,Hlera“ Ingimundarson sem greindist nýlega með heilaæxli og…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

HK-Breiðablik í dag- styrktarleikur fyrir Hlerann

19.03.2015

Blikar mæta HK í Lengjubikarnum í Kórnum í dag fimmtudaginn 19.mars kl.18.15. Leikurinn er líka styrktarleikur fyrir Ólaf ,,Hlera“ Ingimundarson sem greindist nýlega með heilaæxli og gekkst undir uppskurð á fimmtudaginn.  Ólafur er mörgum félagsmönnum HK og Blika að góðu kunnur. Hann hefur stutt dyggilega við bæði félög, hvort sem er í handbolta eða fótbolta og hefur t.a.m unnið gott starf undanfarin ár fyrir Blika og sat m.a. í nokkur ár í stjórn Blikaklúbbsins. Einnig hefur hann verið fastagestur á leikjum hjá báðum félögum.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hafði frumkvæði að þessu verkefni og greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nýlega. Frjáls framlög verða við innganginn og rennur allur ágóði til Ólafs enda  við tekur mikil barátta hjá honum á mörgum vígstöðum.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á þennan leik því Ólafur á svo sannarlega okkar stuðning skilið.

Styrktarleikur fyrir Ólafur Ingi Ingimundarson. Frjáls framlög. Hægt er að leggja inná reikning ef fólk vill.0130-26-410411 kt.410284-1389. 

Til baka