BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Herrakvöld Breiðabliks 2014

26.04.2014

Það verður sannkallaður Blikadagur laugardaginn 26.apríl, við byrjum daginn klukkan 14:00 í Fífunni þar sem hið stórskemmtilega árgangamót fer fram. 

En það verður nóg um að vera á milli leikja fyrir þá sem það kjósa, knattþrautir, vítaspyrnukeppnir á landsmarkvörð o.s.frv. 

Um kvöldið frá klukkan 19:30 fer svo fram Herrakvöld Breiðbliks í Smáranum og stendur mikið til, á meðal þeirra sem láta ljós sitt skína verða Gunnar Helgason, Hjálmar Hjálmarsson, Hilmar Guðjónsson ásamt fleiri óvæntum atriðum. Matti Matt tekur lagið og hitar upp raddbönd Blika fyrir átök sumarsins. Lukkuhjólið verður á sínum stað og að sjálfsögðu veglegt happdrætti ásamt uppboði á treyjum frá okkar atvinnumönnum. Borðhaldið verður standandi fyrir þá sem það kjósa en eldri og reyndari hafa að sjálfsögðu möguleikann á góðum sætum. 

Ræðumaður kvöldsins:  Ólafur H. Kristjánsson. Verður án efa forvitnilegt að heyra hvað hann hefur að segja í góðra Blika hópi. 

Matseðillinn er glæsilegur og samanstendur af 10 rétta Tapas matseðli sem inniheldur eftirfarandi:

* Rækjuskutlur ásamt citrus-cilantro dressingu
* Marineruð Kjúklingaspjót með indverskri jógúrt-raita
* Louisiana Smáborgarar "Sliders" með chipotle BBQ,sultuðum lauk og spínati
* Tapas með franskri andabringu, appelsínuconfit og brie osti
* Tapas með hunangsmelónu og ítalskri parmaskinku
* Tapas með confi tómötum, pestó og parmigiano
* Blandaðar Makkarónur að hætti Parísarbúa
* Sushi og Nigiri ásamt soya og japanskri piparrót
* Djúpsteiktur Camenbert með heimagerðri sultu
* Súkkulaði Brownies toppuð með karamellubráð

Verðið er einstakt og sennilega ekki hægt að finna ódýrari skemmtun þó víða væri leitað, miðinn kostar 3.500.kr. og gildir bæði á árgangamót og Herrakvöld.

Hægt er að kaupa miða í afgreiðslu Smárans eða á Miði.is.

Sjáumst sprækir, áfram Breiðblik

Til baka