BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Herrakvöld Breiðabliks frestað til 15. maí 2020

04.03.2020

ATHUGA:

Herrakvöldi Breiðabliks frestað til 15. maí 2020

Herrakvöldið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og ljóst að gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna og velunnara félagsins fyrir skemmtilegu kvöldi í góðum félagsskap, enda yfir 300 manns bókaðir á kvöldið.
Í ljósi óvissu vegna Kórónuveirunnar hefur þó verið töluvert um afbókanir á borðum í dag.

Þrátt fyrir að engin tilmæli hafi komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta slíkum viðburðum hefur félagið samt sem áður ákveðið að grípa til þeirra varúðarráðstafana að fresta herrakvöldinu til 15. maí 2020.

Félagið vonar að allir sýni þessari ráðstöfun skilning og mæti tvíefldir til leiks þann 15. maí n.k.

Greiddir miðar ganga upp í miða þann 15. maí. Beiðnir upp endurgreiðslu má senda á netfangið arnordadi@breidablik.is

Ungmennafélagið Breiðablik

-------------------------------------------------

 

Þá er komið að því. Stærsta og flottasta herrakvöld í manna minnum. Í tilefni af 70 ára afmæli félagsins verður engu til sparað. Þú vilt ekki missa af þessu!

Vegna eftirspurnar hefur verið opnað fyrir einstaklingsmiðasölu á tix.is Fyrirspurnir varðandi borð-/sætaskipan skulu sendar á arnordadi@breidablik.is

Einnig höfum við ákveðið að bjóða uppá Gull- og Silfurborð. Þar er innifalinn drykkjarpakki auk þess sem staðsetningin er betri. Spurningar varðandi þau borð skulu sendar á sama netfang, arnordadi@breidablik.is 

ATH: Miðasala lokar kl 12:00(hádegi) á miðvikudag.

Lúxus matur frá Spírunni - (Ath. kjöt- og veganréttir í boði). DJ Danni Deluxe heldur uppi stemmningunni. Gunnar á völlum kitlar hláturtaugarnar. Ingó Veðurguð fær alla til að syngja með. Leynigestur. Veglegt happdrætti og uppboð.

Miðasala hafinn á tix.is

Miðaverð: 7.900 kr/per einstakling. Einungis er hægt að kaupa hálf(5 manna) eða heil(10 manna) borð.

Til baka