BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikahornið: Gylfi Steinn Gunnarsson segir frá tilurð stuðningsmannasíðunnar blikar.is

04.03.2020 image

Gylfi Steinn í Blikatreyjunni góðu sem hann fann í Saudi Arabíu og minnst er á í viðtalinu. Spyrillinn Andrés Pétursson sýnir auðvitað samstöðu með Gylfa Steini og klæðist varatreyju Blikaliðsins frá árinu 1990.

Blikinn Gylfi Steinn Gunnarsson er þriðji viðmælandi Blikahornsins á blikar.is. Hann starfar sem vefhönnuður og er aðalsprautan bakvið tæknilega hlið blikar.is - stuðningsmannasíðu meistaraflokka Breiðabliks í knattspyrnu. 

Gylfi Steinn rekur hver tilurð síðunnar var og hvernig hún hefur þróast í gegnum árin.

Gylfi Steinn segir frá hvernig hópur Blika hefur lagt á sig þúsundir tíma í sjálfboðavinnu til að gera blikar.is að yfirgripsmestu stuðningsmannasíðu nokkurs íþróttafélags líklegast í heiminum. Hann fer yfir hugmyndir sínar að áframhaldandi þróun síðunnar.

Að sjálfsögðu er komið inn á ætt og uppruna Gylfa Steins en afi hans Páll Bjarnason var formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, faðir hans Gunnar Steinn var liðsstjóri meistaraflokks Breiðabliks og átti sæti í aðalstjórn Breiðabliks í mörg ár, bróðir hans Magnús Páll var lengi leikmaður meistaraflokks Breiðabliks og varð meðal annars þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar árið 2007.

Blikatreyjusafn Gylfa Steins ber á góma og hann kveður einnig upp úr hvað sé besta meistaraflokkslið karla Blika frá upphafi.

Þetta viðtal er því skylduhlustun fyrir alla sanna áhangendur Blikaliðsins.

Til baka