Í gærkvöld fór fram almennur félagsfundur  sem haldinn var af Knattspyrnudeild Breiðabliks. Á fundinum var farið yfir vetraraðstöðumál knattspyrnudeildarinnar.   Í gærkvöld fór fram almennur félagsfundur  sem haldinn var af Knattspyrnudeild Breiðabliks. Á fundinum var farið yfir vetraraðstöðumál knattspyrnudeildarinnar.  

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fullt út úr dyrum á félagsfundi Knattspyrnudeildar Breiðabliks

21.03.2018
Í gærkvöld fór fram almennur félagsfundur  sem haldinn var af Knattspyrnudeild Breiðabliks. Á fundinum var farið yfir vetraraðstöðumál knattspyrnudeildarinnar.
 
Fundurinn var gríðarlega vel sóttur af félagsmönnum ásamt bæjarfulltrúum og öðrum gestum og voru rúmlega 400 gestir mættir í Smárann.
 
Á fundinum fluttu erindi Jóhann Þór Jónsson formaður Barna- og unglingaráðs, Orri Hlöðversson formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks og Hákon Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks.
 
Í lok fundar var samþykkt ályktun um áskorun til bæjarstjórnar um að hlustað yrði á sjónarmið félagsins er varðar vetraraðstöðuna.
 
Áskorun til Bærjarstjórnar Kópavogs.
Breiðablik fagnar áformum Kópavogsbæjar um að bæta aðstöðu félagsins til knattspyrnuæfinga yfir vetrarmánuðina eins og fram kemur í fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir yfirstandandi ár. Breiðablik hefur lagt fyrir Bæjarráð hugmynd um að gera upplýstan og upphitaðan gervigrasvöll við Fífuna. Slíkur völlur myndi nýtast fjölmörgum iðkendum knattspyrnu hjá Breiðablik betur en endurgerður völlur í Fagralundi. Nýr völlur við Fífuna mun styrkja innri starfsemi félagsins bæði félagslega og faglega.
Breiðablik hefur lagt fram útreikninga gerða af verkfræðingum sem sýna að kostnaður er álíka hvort heldur völlur rís við Fífuna eða í Fagralundi enda byggi menn sambærilega velli.
Almennur félagsfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks haldinn 20.mars 2018 í Smáranum skorar á Kópavogsbæ að nota það fjármagn sem er til ráðstöfunar til að gera upphitaðan og upplýstan gervigrasvöll í löglegri stærð við Fífuna.
 
Á vef Breiðabliks má skoða þetta efni frá fundinum: 
  • Glærur fundarins
  • Fundargerð fundarins
  • Félagsfundur knattspyrnudeildar 20.mars 2018
  • Skýrsla VSÓ um aðstöðumál Breiðabliks
  • 2017 VSÓ_Greinargerd um nýtingu – Breiðablik
  • Skýrsla vinnuhóps Breiðabliks um úrbætur á vetraraðstöðu:
  • 2018 – Samantekt vinnuhóps Breiðabliks um Gervigrasvöll við Fífuna
 
Fundurinn var einnig sýndur beint hjá BlikarTV á youtube. Hér er hægt er að nálgast upptöku af fundinum.

Til baka