BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fréttatilkynning!

30.10.2013

Páll Olgeir er fæddur og uppalinn Bliki, og hefur hann verið hluti af geysisterkum og sigursælum yngri flokkum drengja sem fæddir eru 1994 - 96.

Páll lék með 2. flokki karla á síðasta sumri, auk þess að vera í leikmannahópi meistaraflokks, uns hann var lánaður til 1. deildarliðs Víkings Reykjavík sem tryggði sér sæti í PEPSI deild á næsta ári. Páll lék 4 leiki með Blikum í PEPSI deildinni á síðasta ári og 7 leiki með Víkingum.

Páll á ennfremur að baki 13 leiki með U17 ára liði Íslands og 5 leiki með U19 ára liðinu.

Knattspyrnudeild Breiðabliks væntir góðs af áframhaldandi árangursríku samstarfi við Pál og mun leggja sitt af mörkum til að hann og aðrir leikmenn innan raða deildarinnar muni vaxa og þroskast til þess að skipa sér og félaginu áfram í fremstu röð.

Blikar.is óskar Páli Olgeiri til hamingju með samninginn og 18 ára afmæliisdaginn sem er í dag. 30. október, 2013

Áfram Breiðablik!

Til baka