BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fréttatilkynning

18.08.2013

Kæru Blikar

Þær fréttir voru að berast að líðan Elfars Árna Aðalsteinssonar er eftir atvikum góð. Hann dvelur nú á Landspítalanum þar sem gerðar verða frekari rannsóknir og fylgst með líðan hans. 

Frekari fréttum af líðan Elfars verður komið á framfæri ef þurfa þykir. 

Foreldrar og forráðamenn þeirra fjölmörgu barna sem voru á vellinum í kvöld eru eindregið hvattir til að upplýsa þau og hlúa að þeim. 

„Nú er lokið heilskanni á Elfari Árna Aðalsteinssyni, leikmanni Breiðabliks, sem fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins við KR á Kópavogsvelli í kvöld. Niðurstöðurnar lofa góðu þar sem allt virðist vera í lagi. Ekki liggur fyrir hvort hann þarf að dveljast á sjúkrahúsi í nótt," segir Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks og leikmenn liðsins vilja þakka áhorfendum á leiknum í kvöld þann skilning sem þeir sýndu þeirri ákvörðun að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn af Knattspyrnusambandinu og verður frítt inn á þann leik.“

Með bestu kveðjum

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Nýjar fréttir: Það brugðust allir faglega við og Elfar Árni útskrifaður af sjúkrahúsi og vill þakka öllu Breiðabliksfólki og öllum KR-ingum

Til baka