BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Frétt frá KSÍ; Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla

19.08.2013

Í ljósi atviks sem kom upp á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sl. sunnudagskvöld vill Knattspyrnusamband Íslands árétta að þær kröfur sem settar eru fram í reglugerðum KSÍ um aðstöðu, starfsfólk og annað viðbúnað, voru uppfylltar á umræddum leik. 

Hjúkrunarþjálfaður einstaklingur (læknir, hjúkrunarfræðingur eða sjúkraþjálfari) skal vera til taks og aðgengi sjúkrabíla skal vera tryggt. Það er á ábyrgð félaganna að sjá til þess að kröfurnar séu uppfylltar enda geta skjót viðbrögð í atviki sem þessu geta skipt sköpum.  Á umræddum leik voru allar þær kröfur sem gerðar eru varðandi ofangreint í reglugerðum KSÍ uppfylltar.

Vegna umræðu um leikbann eins leikmanns KR í umræddum leik og hvort sá leikmaður hafi tekið út leikbannið í leiknum sem flautaður var af mun aga – og úrskurðarnefnd fjalla um málið á fundi sínum á þriðjudag, 20. ágúst. 

Mótanefnd KSÍ mun tilkynna innan skamms nýjan leiktíma á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla.

Knattspyrnusambandið sendir Elfari Árna heillakveðjur og vonast til að sjá hann á vellinum sem fyrst aftur.

Til baka