BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjör í Áramótabolta Blika

31.12.2019

Að vanda fjölmenntu Blikar í áramótabolta knattspyrnudeildar á síðasta degi ársins. Rúmlega 50 frískir knattspyrnumenn rifu sig upp á þessum gamlársdegi og spiluðu eins og engin væri morgundagurinn.

Það voru allir sigurvegararar á mótinu en það var þó lið Ingó Proppé og félaga sem var fremst meðal jafningja. Þeir fengu fína knattspyrnusokka að gjöf frá Errea en fyrirtækið gaf öll verðlaun á mótinu.

Eftir mótið tók Guðmundur úr Vogunum við nafnbótinni Getspakasti Bliki ársins úr hendi Marteins Sigurgeirssonar. Guðmundur fær því að vera með Græna hattinn út árið 2020.

Í lokin var Haraldur Erlendsson heiðraður sem leikmaður mótsins og í raun leikmaður tímabilsins. Haraldur er 74 ára gamall og mætir á nánast allar æfingar hjá eldri flokki Breiðabliks. Hann var leikmaður í fyrsta efstudeildarliðið Breiðabliks árið 1971 og skoraði meðal annars sigurmarkið í 1:0 á sigri á KR á fyrsta tímabili Breiðabliks í efstu deild árið 1971. Nú 48 árum síðar er hann enn að og er góð fyrirmynd fyrir alla knattspyrnumenn! Takk Halli!

-AP


 

Til baka