BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fimm Blikar í U21 árs landsliðinu

08.02.2019

Hvorki fleiri né færri en fimm Blikar eru í úrtakshóp fyrir U21 árs landslið Ísland. Þetta eru þeir Kolbeinn Þórðarson, Aron Kári Aðalsteinsson, Davíð Ingvarsson, og bræðurnir Brynjólfur Darri og Willum Þór Willumssynir.

Það er langt síðan Blikar hafa átt jafn marga leikmenn í U21 árs landsliðinu. Þessi staðreynd er til marks um hið öfluga starf sem knattspyrnudeild Breiðabliks stendur fyrir.

Blikar.is óska þessum ungu knattspyrnumönnum til hamingju með þennan áfanga og einnig forsvarsmönnum og þjálfurum Blika með frábært unglinga- og uppeldisstarf.

Til baka