BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

FH sterkari aðilinn

30.11.2013

FH lagði Blika í æfingaleik 3:2 í Fífunni í dag. Staðan í hálfleik var 0:0 en allar flóðgáttir opnuðust í síðari hálfleik. Gestirnir komust í í tveggja marka forystu með gjafamörkum frá Blikum en Árni Vill jafnaði leikinn með tveimur góðum mörkum. En þeir hvítklæddu voru ívið sterkari í leiknum og skoruðu sigurmarki rétt fyrir leikslok.

Hinn ungi markvörður Blika, Aron Snær Friðriksson, átti sannkallaðan stórleik og varði stundum frábærlega. Hann verður ekki sakaður um mörkin og sýndi og sannaði að þetta er leikmaður sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Einnig vakti athygli ítalski leikmaðurinn Marco Mancini sem hefur verið til prufu hjá Blikum að undanförnu. Hann lék allan leikinn og lagði meðal annars upp síðara markið fyrir Árna Vill.

Sigur FH-inga var sanngjarn. Þeir voru sterkari aðilinn í leiknum enda tefldu þeir fram mörgum af sínum bestu leikmönnum. Hjá okkur vantaði sterka pósta eins og Finn Orra fyrirliða, sem var í prófi í þjóðhagfræði, Kidda Jónsson sem er erlendis og Sverri Inga sem er smávægilega meiddur. En margir leikmenn fengu að spreyta sig í dag og er það gott fyrir framtíðina.

Næsti leikur Blikaliðsins er gegn KR í úrslitum BOSE bikarsins í Egilshöll laugardaginn 7. desember klukkan 14:30.

-AP

Til baka