BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

FH - Breiðablik í PEPSI laugardaginn 30. september kl. 14:00

26.09.2017

Leikurinn í Krikanum á laugardaginn kl.14:00 er í 22. umferð og því loka leikur beggja liða í PEPSI á þessu keppnistímabili. FH-ingar sitja í 3. sæti og eru búnir að tryggja sér þátttöku í Evrópukeppni á næsta ári. FH getur tryggt sér 2. sætið með sigri þ.e.a.s. ef Stjarnan tapar eða gerir jafntefli gegn KR í Frostaskjólinu.

Blikar geta náð 5-6. sæti með sigri/jafntefli en til að það gerist þurfa úrslit úr leikjum ÍBV-KA og Grindavík-Fjölnir að vera okkur hagstæð.

Annars hefur okkur gengið vel að ná í stig (eintala) í Krikanum undanfarin 4 ár. Árið 2013 gera liðin 0-0 jafntefli, en svo koma þrjú 1-1 jafntefli röð frá 2014 til 2016. Samtals 4 stig í 4 heimsóknum 2013-2016. Síðasti Blikasigur í efstu deild í Krikanum var 2-4 sigur í júní 1995 þegar Rastislav Lazorik gerði þrennu og Antony Karl Gergory skoraði 4 mark Blika. Hörður Magnússon skoraði bæði mörk FH.

Sagan

Breiðablik og FH eiga að baki 104 mótsleiki frá upphafi. Í þessum104 mótsleikjum liðanna frá 1964 til 2017 hafa Blikar unnið 34 leiki, jafnteflin eru 21 og FH hefur sigrarð í 49 leikjum. 

Fyrsti mótsleikurleikurliðanna var í A-riðli í 2. deildar laugardaginn 13. júní 1964. Leikurinn var jafnframt vígsluleikur Vallargerðisvallar og bæjarstjórinn Hjálmar Ólafsson tók upphafsspyrnu leiksins í tilefni dagsins. Dómari leiksins var Magnús Pétursson. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jón Ingi Ragnarsson skoraði mark Blika eftir flotta stoðsendingu Daða E. Jónssonar. Jón Ingi var svo aftur á ferðinni í fyrsta sigri Breiðabliks á FH í síðari deildarleik liðanna sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelli 23. júlí 1964. Leikinn Blikar vinna leikinn 2-3 með tveimur mörkum Jóns Inga Ragnarssonar og einu marki Grétars Kristjánssonar. Þriðji mótsleikur liðanna var einnig árið 1964. Sá leikur var í 2. umf Bikarkeppni KSÍ og fór fram fram á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði. Leiknum lauk með 2-3 sigri Blika. Mörk Blika í þeim leik skoruðu Jón Ingi Ragnarsson, Júlíus Júlíusson og Sigmundur Eiríksson. Nánar um leiki liðanna árið 1964.

Það var mikið skorað í leikjum liðanna fyrstu 2 árin eða 27 mörk í 5 leikjum sem gaf tóninn fyrir framhaldið. Liðin hafa skorað að jafnaði 3+ mörk í yfir helming mótsleikjanna liðanna frá upphafi.

Frá 1964 til ársins 2000 höfðu Blikar gott tak á FH. Í 60 mótsleikjum 1964-2000 sigra Blikar í 28 leikjum, jafnteflin eru 12 og FH hefur vinninginn í 20 viðureignum. Nánar um tímabilið 1964-2000.

Frá árinu 2001 til dagsins í dag er sagan alveg með FH. Í 44 mótsleikjum í öllum keppnum 2001 - 2017 eru FH sigrarnir 29, jafnteflin eru 9 og Blika sigrar eru 6.

Efstu deildar leikir liðanna 2001-2017 eru 25. Blikar hafa unnið 4 leiki, jafnteflin eru 7 og 14 sinnum sigrar FH.Efsta deild 2001-2017.

2017

Leikurinn við FH á mánudaginn er fjórði mótsleikur liðanna á þessu ári. Liðin áttust við í 3. umf í Fótbolta.net mótinu (2:4) í lok janúar og svo aftur í byrjun apríl í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins (0:3). Og FH sigraði 1-2 í fyrri viðureign liðanna í PEPSI í sumar.

FH – Breiðablik á laugardaginn kl.14.00.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka