Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnudeild Leiknis Breiðholti  hafa náð samkomulagi um félagaskipti Elvar Páls Sigurðssonar yfir í Leikni. Elvar Páll skrifaði  undir 2 ára samning við…" /> Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnudeild Leiknis Breiðholti  hafa náð samkomulagi um félagaskipti Elvar Páls Sigurðssonar yfir í Leikni. Elvar Páll skrifaði  undir 2 ára samning við…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elvar Páll í Leikni

18.03.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnudeild Leiknis Breiðholti  hafa náð samkomulagi um félagaskipti Elvar Páls Sigurðssonar yfir í Leikni. Elvar Páll skrifaði  undir 2 ára samning við Breiðholtsliðið. Elvar Páll sem er 24 ára framherji hefur spilað 38 meistaraflokksleiki með Blikunum og skorað í þeim 3 mörk.  Leiknismenn eru nýliðar í Pepsí-deildinni og er Elvar Páll mikill styrkur fyrir nýliðana.

Elvar Páll kvaddi félaga sína með góðri kveðju á Facebókarsíðu meistaraflokks Breiðabliks með þessum orðum; ,, Í hádeginu skrifaði ég undir tveggja ára samning við Leikni Reykjavík og mun því spila á Ghetto Ground á næsta tímabili. Það er alltaf erfitt að yfirgefa svona flott félag og frábæran hóp af topp mönnum eins og þið eruð en ég tel þetta vera rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Þykir rosalega vænt um ykkur og óska ykkur alls hins besta.

Með bestu kveðju,

Elvar Páll

Blikaklúbburinn og blikar.is kveðja Elvar Pál með söknuði og óska honum velfarnaðar með Leiknisliðinu í sumar (nema auðvitað í leikjunum gegn okkur)

Til baka