Einstefna gegn ÍBV
18.01.2020Blikar unnu öruggan 2:0 sigur gegn ÍBV í Fotbolta.net mótinu á köldum en fallegum vetrardegi á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var okkar frá fyrstu mínútu og áttu gestirnir ekki roð við fríska Blika í leiknum. Það voru þeir Brynjólfur Darri og Gísli Eyjólfs sem settu mörk okkar pilta með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks.
/2020/TV_BB_IBV_NET2020_byrjunarlið_jpg.jpg)
Blikaliðið spilaði að vanda með markvörðin Anton Ara framarlega og hafsentana í léttum reitabolta aftarlega á vellinum. Þrátt fyrir að gestirnir reyndu að pressa okkur ofarlega á vellinum þá leystu okkar drengir það auðveldlega. Greinilegt að Blikaliðið er að ná ágætis tökum á þessu leikkerfi.
Greinilegt var að yfirburðir þeirra grænklæddu fór í taugarnar á Vestmanneyingum. Þeir brutu oft illa á okkar mönnum og hefði dómarinn mátt að ósekju vera duglegri að dæma á þessi ljótu brot. Einkum varð Brynjólfur Darri oft fyrir barðinu á þeim og þurfi að lokum að fara af velli vegna fólskulegrar tæklingar.
Oliver Sigurjónsson kom inn á í síðari hálfleik og var ánægjulegt að sjá hann aftur í Blikatreyjunni. Þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað alvöru knattspyrnuleik í töluverðan tíma sást vel glitta í gömlu Olivertstaktana. Það verður enn betra að hafa hann í liðinu þegar leikformið verður orðið betra.
Eina sem hægt er kvarta undan er að Blikaliðið hafi ekki skorað fleiri í mörk í dag. Yfirburðirnir úti á vellinum voru miklir en það vantaði aðeins meiri brodd í sóknarleikinn. Sérstaklega í síðari hálfleik þegar Brynjólfur Darri var farinn út af. En nú fer Thomas að koma til landsins og þá eykst breiddin enn í hópnum.
Næsti leikur liðsins er gegn FH næstkomandi laugardag 25. janúar kl.10.45 í Skessunni við Kaplakrika. Blikum nægir jafntefli í þeim leik til að komast í úrslit á mótinu. En það er ljóst að okkar piltar ætla ekki í Hafnarfjörðinn fyrir minna en 3 stig!
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar.
-AP
BlikarTV var á staðnum. Hér eru brot úr leiknum.
/2020/82481282_1004599616593324_774375177470345216_n.jpg)