BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Einar Kristján Jónsson í viðtali við Blikahornið

26.04.2020 image

Viðmælandi Blikarhornins er að þessu sinni Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á árunum 2006-2013

Á þeim tíma náði Breiðablik í sínu fyrstu alvöru titla í meistaraflokki karla, Bikarmeistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn árið 2010. 

image

Breiðablik - Bikarmeistarar 2009

image

Breiðablik - Íslandsmeistarar 2010

Einar Kristján er fæddur og uppalinn á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hefur verið virkur í ýmsu félagsstarfi frá unga aldri. Hann hefur auk stjórnarstarfa fyrir Breiðablik átt sæti í stjórn UMFÍ, Frjálsíþróttasambands Ísland og Glímusambandi Íslands. Þar að auki hefur hann átt sæti í ýmsum ráðum og nefndum á vegum Kópavogsbæjar.

Einar Kristján fer yfir víðan völl í viðtalinu og rifjar meðal annars upp hvaða stefnu hann lagði til að tryggja veru meistarflokks karla meðal þeirra bestu í efstu deild. Liður í þeirri áætlun var að fá góða erlenda leikmenn til liðsins. Hér er krækja í fræga frétt þegar knattspyrnudeild samdi við fjóra erlenda leikmenn árið 2007. Nánar hér.

Hann segir frá samstarfi sínu við Aðalstjórn Breiðabliks og Ólaf Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks karla.

Einar Kristján ræðir einnig jafnréttismál og hugmyndir sínar varðandi jafna stöðu kvenna og karla í knattspyrnuheiminum.

Fyrstu Evrópuleikur meistaraflokks karla gegn Motherwell ber líka á góma.

image

Einar Kristján ásamt Ólafi Kristjánssyni þjálfara og Ólafi Björnssyni formanns meistraflokssráðs karla í Skotlandi daginn fyrir leikinn gegn Motherwell.

Og Einar Kristján segir frá því hvað honum er minnisstæðast frá starfi sínu fyrir Breiðablik.

image

Einar Kristján hampar hér Íslandsbikarnum ásamt tryggum samstarfsmönnum þeim Þorsteini Hilmarssyni gjaldkera og Svavari Jóepssyni framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Einar ræðir mikilvægi sjálfboðaliðastarfs fyrir íþróttahreyfinguna og ræðir hvernig Breiðablik getur haldið stöðu sinni sem besta félagslið á Íslandi.

image

Einar og Andrés, tíðindamaður Blikahornsins, léttir í Græna herberginu í stúkunni eftir spjallið í dag.

Til baka