BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð með 3 ára samning við Blika. Páll lánaður í Víking.

25.07.2014

Það er skammt stórra högga á milli hjá Blikum. Í dag skrifaði vængmaðurinn efnilegi Davíð Kristján Ólafsson undir þriggja ára samning við Blika. Á sama tíma var miðjumaðurinn Páll Olgeir Þorsteinsson lánaður á nýjan leik til Víkinga í Reykjavík. Báðir þessir leikmenn eru fæddir árið 1995.

Davíð hefur vakið mikla athygli í sumar og skoraði meðal annars stórglæsilegt mark gegn Fjölni fyrr í sumar. Páll hefur hins vegar verið viðriðinn meistaraflokk undanfarin tvö ár en var lánaður í Víking í fyrra. Þar spilaði hann marga leiki og fékk góða reynslu. Hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í Blikaliðinu á þessari leiktíð og varð það því að samkomulagi að hann færi aftur í Fossvoginn enda hafa þeir góða reynslu af knattspyrnuhæfileikum hans. 

Breiðablik óskar þessum efnilegum leikmönnum alls hins besta og vonar að þeir eigi eftir að ylja okkur Blikum oft og mörgum sinnum á komandi árum í græna búningnum.

Til baka