BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð Ingvars framlengir um þrjú ár

24.12.2020 image

Bakvörðurinn knái, Davíð Ingvarsson, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um þrjú ár.

Davíð sem er fæddur árið 1999 hefur spilað 55 leiki fyrir Breiðablik og skorað eitt mark. Davíð lék sinn fyrsta leik fyrir Blikaliðið árið 2017 þá 18 ára gamall. Árið 2018 tók Davíð þátt í 7 mótsleikjum á undirbúningstímabilinu en var svo lánaður til Hauka þar sem hann spilaði 11 leiki og skoraði 1 mark. En síðustu 2 ár hefur leikmaðurinn átt fæst sæti í Blikaliðinu og spilað nánast alla mótsleiki liðsins í ár og í fyrra.

„Davíð er einn af lykilmönnum Breiðabliks og það er gleðiefni að hann verði með liðinu næstu þrjú árin í það minnsta, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks. “

Davíð á einnig að baki fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands, þrjá með U19 og einn með U21.

Davíð er fljótur og sparkviss leikmaður sem getur spilað hvort sem er í vörninni eða á kantsvæðinu. 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Blika og við hlökkum til að fylgjast áfram með Davíð á vellinum

image

Davíð Ingvarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari við undirskriftina.

Til baka