BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir framlengir um 3 ár

03.03.2020 image

"Gleðifréttir fyrir félagið enda Damir einn af bestu varnarmönnum Pepsi Max" segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfai meistaraflokks karla.

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Damir sem er 29 ára gamall kom til liðs við Breiðablik árið 2013 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan. Hann er tvímælalaust einn allra besti miðvörður á Íslandi og hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár. Hann hefur skorað 7 mörk í 207 leikjum með meistaraflokki Breiðabliks.

Damir er mikilvægur hlekkkur í því skemmtilega liði sem Óskar Hrafn Þorvalsson þjálfari er að byggja upp. Það eru því mikil gleðitíðindi fyrir Blika að fá áfram að njóta krafta þessa frábæra leikmanns á komandi árum. ​

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar.

image

Samningurinn handsalaður. Damir Muminovic og Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari.

Til baka