BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brynjólfur framlengir

25.12.2020 image

Framherjinn knái, Brynjólfur Andersen Willumsson, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Brynjólfur sem er tvítugur að aldri á að baki 68 mótsleiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og hefur skorað 17 mörk fyrir félagið. Meistaraflokksferill Brynjólfs byrjaði árið 2018. Þá var leikmaðurinn 17 ára. Það ár kom hann við sögu í 11 mótsleikjum. Árið 2019 fékk Brynjólfur tækifæri í 31 mótsleik Blikaliðsins á tímabilinu. Og síðastliðið sumar var Binni orðinn fastamaður í Breiðabliksliðinu.

„Brynjólfur var í stóru hlutverki í Blikaliðinu á síðasta tímabili. Hans hugur stefnir erlendis og nú er það okkar verkefni og hans að búa þannig um hnútana að hann sé tilbúinn til að taka næsta skref, segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika“

Hann á einnig að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Brynjólfur er hluti af hinu sterka U21 árs landsliði Íslands sem er búið að tryggja sér sæti í úrslitum EM á næsta ári.

Þetta eru frábærar fréttir og það verður því gaman að sjá hann í baráttunni í deildinni með Breiðabliksliðinu næsta sumar.

image

Brynjólfur Andersen Willumssson og Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfai.

Til baka