BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Víkingur Ólafsvík í Lengjubikarnum í Fífunni á föstudagskvöld kl.20.00

10.03.2016

Við minnum á leik Blika og Víkings Ólafsvík í Lengjubikarnum í Fífunni á föstudagskvöld kl.20.00. Þetta er annar leikur liðanna í ár en við unnum þá í fotbolta.net mótinu fyrr í vetur.

Við verðum að sigra í leiknum til að eiga möguleika á því að komast áfram í Lengjubikarnum.

Tölfræðin er okkur í hag því við höfum spilað við Ólafsvíkinga 14 sinnnum í öllum keppnum og aldrei tapað. En sú tölfræði hefur ekkert að segja á föstudagskvöld og vonandi verða drengirnir okkar í stuði.

Á blikar.is er hægt að sjá öll úrslit í leikjunum við Víking Ólafsvík frá upphafi.

Mætum öll á föstudagskvöldið klukkan 20:00 og hvetjum Blikana til sigurs!

Hér er staðan í riðlinum:

Blikaklúbburinn

Til baka