BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik-Þróttur laugardag í Kórnum kl.20.00- Styrktarleikur fyrir Ólaf ,,Hlerinn” Ingimundarson

13.03.2015

Leikur Breiðabliks og Þróttar sem vera átti í Fífunni á laugardag hefur verið í færður í Kórinn og verður þar kl.20.00!! Ástæðan er sú að búiði er a leigja Fífuna undir árshátíð Landsbankans og ekki verður spilaður fótbolti þar á meðan. Við hvetjum alla til að mæta og sjá skemmtilegan knattspyrnuleik á óvenjulegum tíma!

En svo verður að vekja athygli á því að næsti leikur Blikaliðsins þar á eftir er gegn HK fimmtudaginn 19. mars kl.18.15 verður styrktarleikur fyrir Ólaf ,,Hlera“ Ingimundarson. HK og Breiðablik hafa tekið höndum saman að nýju og ákveðið að leikur liðanna í Lengjubikarnum fimmtudaginn 19 mars kl.18.15 verði styrktarleikur. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Frjáls framlög verða við innganginn og rennur allur ágóði af leiknum til Ólafs sem greindist með heilaæxli nú á dögunum, og við tekur mikil barátta á mörgum vígstöðum. Ólafur er mörgum félagsmönnum HK og Blika að góðu kunnur. Hann hefur stutt dyggilega við bæði félög, hvort sem er í handbolta eða fótbolta og hefur t.a.m unnið gott starf undanfarin ár fyrir Blika og sat m.a. í nokkur ár í stjórn Blikaklúbbsins.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á þann leik því Ólafur á svo sannarlega allan þann stuðning sem hann getur fengið skilið!

-AP

Til baka