BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Stjarnan í Garðabæ mánudagskvöld kl. 20:00

28.05.2016

Minnum ykkur á leik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsungvellinum Garðabænum á mánudaginn kl.20.00.

Í fjórtán efstu deildar leikjum liðanna frá 2009, þegar Stjörnuliðið kom aftur upp í efstu deild, hafa Blikar sigrað átta sinnum, Stjarnan hefur unnið tvo leiki og jafnteflin eru fjögur. Blikar hafa skorað 29 mörk og Stjarnan 16, samtals 45 mörk eða liðlega 3 mörk að meðaltali per leik.

Í stigum talið skilar þessi árangur Blikum 28 stigum af 42 mögulegu eða 67% stigaárangri, á móti 10 stigum Stjörnunnar eða 24% stigaárangri.

Árangur okkar gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ frá árinu 2009 er 2 sigrar, 2 töp og 3 jafntefli

Leikir liðanna í A-deild 2009-2015.

Allir opinberir keppnisleikir liðanna frá upphafi.

Ná Blikar að fylgja eftir sterkum sigri á KR í síðasta deildarleik. Leikurinn í 17. umf í fyrra vannst með klassísku Jonathan Glenn marki. Það verður spennadi af fylgjast með Blika-spilinu á rennisléttu gervigrasinu á Samsung vellinum í Garðabæ á mánudaginn.

Hvetjum alla Blika til þess að taka kvöldið frá, mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

-POA

Til baka