BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik OPEN 2016 í brakandi sumarblíðu

21.08.2016

Breiðablik OPEN fór fram í 11. sinn á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag.
Að venju léku veðurguðirnir við keppendur, og fóru jafnvel framúr sjálfum sér að þessu sinn,i því mótið fór fram í glampandi sólskini og stafalogni, og hiti fór að sögn heimamanna yfir 20°C.  Besti dagur sumarsins 2016 í Skeiða og hrunamannhreppi, og er þá langt jafnað. Höfðu reyndar sumir keppendur á orði að veðrið hefði jafnvel verið of gott og sérstaklega þótti samfellt lognið til trafala. Nú var semsagt ekki hægt að treysta á vindinn.
Hefðbundin verðaunaafhending fór svo fram í mótslok á meðan setið var að snæðingi og að lokum var dregið úr skorkortum allra viðstaddra um fjölmarga glæsilega vinninga.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni karla:

1.sæti    Arnaldur Ingvaldsson
2.sæti    Pétur Ómar Ágústsson
3.sæti    Ólafur Björnsson

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Hólmfríður Sigmarsdóttir
2.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
3.sæti    Bryndís Hinriksdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Helgi Svanberg Ingason
2.sæti    Björn Bergsteinn Guðmundsson
3.sæti    Arnar Bill Gunnarsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Hanna Bára Guðjónsdóttir
2.sæti    Arnfríður Ingbjörg Grétarsdóttir
3.sæti    Steinunn Árnadóttir

Lengstu teighögg á 18. braut áttu Helgi Svanberg Ingason og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir  og nándarverðlaun á par 3. holum hlutu eftirtaldir:

2.  Pétur Ómar Ágústsson 0,78m

5.  Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir 7,36m

9.  Arnar Bill Gunnarsson 3,70m

11. Björn Bergsteinn Guðmundsson 2,95m

14.  Freyr Jónsson 2,68m

Þetta var frábær dagur eins og endranær, og vill knattspyrnudeild Breiðabliks og mótsstjórn þakka þátttakendum fyrir skemmtilega keppni, staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur og veitta aðstoð, og máttarvöldunum fyrir veðrið.
Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim einnig færðar þakkir.

ÁG
Málning
Icelandair
ORKAN
BYKO
Aðalstjórn Breiðabliks
JAKO
PLT- leikandi lausnir
Samhentir
GKG
Vörður
Tengi
Ölgerðin
Nói Siríus
Bananar

12ta Breiðablik OPEN verður haldið að ári. Þá verður jafngaman, en við bara treystum okkur ekki til að lofa betra veðri. Kannski jafngóðu.

Áfram Breiðablik !

OWK.

Til baka