BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik OPEN 2015

01.07.2015

Tíunda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 7. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin 8 ár.

Leikinn verður höggleikur og punktakeppni í karla og kvennaflokki og verðlaun verða sem hér segir;

Höggleikur - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Punktakeppni - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Verðlaun - fyrir lengsta teighögg (á braut).
Allskonar aukaverðlaun – dregið úr skorkortum.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28.
Verðlaunaafhending fer fram yfir málsverði að móti loknu,í golfskálanum að Efra–Seli.
Mótið er öllum opið og við lofum frábærri skemmtun og ákjósanlegu veðri.

Nánari upplýsingar um verð o.fl. þegar nær dregur skráningu.

Takið daginn frá og verið með á 10 ára afmælismótinu!

Áfram Breiðablik !
Mótsstjórn.

Til baka