BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

BREIÐABLIK OPEN 2014

09.08.2014

Níunda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 15. ágúst n.k. og hefst kl.13:00. Mótið fer fram á golfvellinum að Flúðum, eins og undanfarin 7 ár. Gerðar hafa verið talsverðar breytingar á vellinum að undanförnu og hann er nú talsvert breyttur frá því sem verið hefur. En sjón er sögu ríkari.

Fyrirkomulag mótsins er með hefðbundnum hætti og mæting í skála er  í síðasta lagi kl.12:15. Leiknar verða 18 holur (punktakeppni og höggleikur, karla og kvenna).

Höggleikur - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Punktakeppni - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Verðlaun - fyrir lengsta teighögg (á braut).
Teiggjöf - að hætti Breiðablik OPEN.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Verðlaunaafhending fer fram yfir málsverði að móti loknu,í golfskálanum að Efra–Seli.
Þáttökugjald;

  • 8.000 - með málsverði.
  • 4.500 - án málsverðar.

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið olibjoss(hja)gmail.com
Rita skal ,,Golfmót Breiðabliks 2014” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þáttakanda ásamt símanúmeri og forgjöf. Ennfremur skal taka fram ef óskað er eftir skráningum saman í holl.
Mótið er öllum opið og við við lofum frábærri skemmtun.

Áfram Breiðablik !
Mótsstjórn.

p.s
Þeir sem voru búnir að skrá sig á mótið sem fyrirhugað var 20.júní þurfa að skrá sig á nýjan leik.

Til baka