BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik og Leiknir á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.18.00.

27.08.2015

Minnum ykkur á leik Breiðabliks og Leiknis á Kópavogsvelli á sunnudaginn kl.18.00. Búast má við hörkuleik þrátt fyrir að liðin berjist á sitt hvorum enda deildarinnar.

Leiknismenn eru með hörkulið og hafa verið óheppnir í undanförnum leikjum að ná ekki í stig í einhverjum þeirra. Blikastrákarnir mega hins vegar ekki misstíga sig til að eiga möguleika á Íslandsmeistaratitli í haust!

Veðurspáin er góð fyrir sunnudag þannig að búast má við góðri mætingu á völlinn. Kópacabana hópur Blika og Leiknisljónin hafa staðið sig frábærlega í stúkunni í sumar og ætla að fjölmenna á sunnudag.

Breiðablik og Leiknir hafa leikið tvo leiki í Bikarkeppni KSÍ (1979 og 2000), tvo leiki í Deildarbikarnum (1996 og 1999) og einn leik í efstu deild. Breiðablik hefur sigrað allar 5 viðureignirnar. Markatölfræðin er 22 mörk gegn einu marki Leiknis. Reyndar léku liðin einn leik í innanhússmóti 1. deildar karla í nóvember árið 2006. 

Blikar sigruðu fyrri leikinn í sumar 0-2.

Viðtöl við þjálfara og leikmenn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka