BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – ÍR í Lengjubikarnum í Fífunni á laugardaginn kl. 12:00

07.02.2018

Blikar hefja keppni í Lengjubikarnum 2018 í Fífunni á laugardaginn kl. 12:00. Andstæðingurinn er nágrannafélagið okkar ÍR í Breiðholtinu. 

Tölfræði

Fyrsti opinberi leikur liðann var í 2. deild árið 1987. Viðureignir liðanna í mótum eru 22 (yfirlit) frá fyrsta mótsleik sem var í 2. deild árið 1987 (nánar).

Leikir liðann í Lengjubikarnum (Deildarbikar KSÍ) eru 6. Blikar hafa yfirhöndina með 3 sigra, 1 jafntefli og 2 töp (nánar).

Lengjubikarinn (Deildarbikar KSÍ)

Fyrsti leikur liðanna í Lengubikarnum var 1996 - árið sem Deildarbikarinn hóf göngu sína. Leikurinn var í 12 liða úrslitum of fór fram á Smárahvammsvelli 1. maí1996.  Þetta hörku 8 marka leikur sem fór í framlengingu (nánar). Blikar lentu í basli með lið ÍR-inga. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því var framlengt. Í framlengingunni skoraði lið Breiðabliks 3 mörk en IR-ingar 1 mark. Leiknum lauk með 5-3 sigri okkar manna. Markaskorar Blika í leiknum voru: Arnar Grétarsson 2 mörk og þeir Hreiðar Bjarnason, Kjartan Einarsson og Ívar Sigurjónsson eitt hver. Blikar spiluðu næst við Fylki og Grindavík og enduðu keppnina með að spila úrslitaleik Deildarbikarsisn 1996 við ÍA á Kaplakrikavelli um miðjan maí. Jafnt var í leiknum eftir venjulegan leiktíma og því framlengt. Skagamenn reyndust sterkari í framlenginunni og skoruðu 2 mörk og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna Deildarblikar KSÍ (nánar um leikinn). 

Gott samstarf við ÍR

Blikar hafa átt gott samstarf við ÍR undanfarin ár. Bæði hafa ÍR-ingar verið liðlegir að lána okkur völlinn sinn fyrir æfingar yngri flokka og leiki undanfarin ár og svo hafa ungir og efnilegir leikmenn hjá okkur spilað með Breiðholtsdrengjunum. Fyrir stuttu voru tveir af ungum og efnilegum leikmönnum Blikaliðsins, Brynjar Óli Bjarnason og Gísli Martin Sigurðsson lánaðir í ÍR. Strákarnir hafa verið lykilmenn í 2. flokksliði Blika undanfarin ár en voru að ganga upp í meistaraflokk í haust. Brynjar Óli er fjölhæfur sóknarmaður en Gísli Martin getur leikið bakvörð eða vængstöðuna. Það verður gaman að sjá hvernig þessum skemmtilegu leikmönnum gengur hjá Breiðholtsliðinu. Þess má einnig geta að ÍR-ingar hafa einnig fengið annan Blika, Aron Skúla Brynjarsson, til sín en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Val. Allir eru strákarnir fæddir 1998 og því á tuttugasta árinu.

Í fyrra var líka miðjumaðurinn snjalli Óskar Jónsson lánaður til nágranna okkar. Óskar var þá tvítugur, Hann fékk þá góða reynslu í baráttunni í 1. deildinni en hann hafði líka spilaði hluta af sumrinu árið áður á láni hjá Þór á Akureyri í sömu deild.

Sem sagt, Lengjubikarinn 2018;  Breiðablik – ÍR í góða veðrinu í Fífunni á laugardaginn kl. 12:00.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka