BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - ÍBV í Fótbolta.net mótinu 2020

16.01.2020

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 2. umferð Fótbolta.net mótsins 2020 á Kópavogsvelli á laugardaginn kl.12.00.

Þetta er annar leikur liðanna í mótnu á þessu ári: Eyjamenn gerðu 0:0 jafntefli við FH í Skessunni um síðustu helgi. Á sama tíma mættu Blikar HK í Kórnum og skelltu þeim 1:6 í fjörugum leik. Nánar um leikinn>

Leikur Breiðabliks og ÍBV á laugardaginn er 97. mótsleikur liðanna frá upphafi og 6. leikur liðanna í Fótbolta.net mótinu.

Blikar unnu ÍBV í mótinu í fyrra og árin 2013 og 2014, en tapa 2016 og 2017.

Um Fótbolta.net mótið: ÍBV spilaði til úrslita í mótinu árið 2011 við Keflavík en töpuðu. ÍBV vann mótið árið 2016 í úrslitaleik við KR. Breiðablik hefur fjórum sinnum unnið Fótbolta.net mótið. Fyrst 2012 í úrslitaleik gegn Stjörnunni og svo aftur árið eftir í úrslitaleik gegn Keflavík. Arið 2015 vinna Blikar mótið eftir úrslitaleik við Stjörnuna. Og Blikar unnu mótið í fyrra eftir 2:0 sigur í úrslitaleik við Stjörnuna.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:

  • 2011: Keflavík
  • 2012: Breiðablik
  • 2013: Breiðablik
  • 2014: Stjarnan
  • 2015: Breiðablik
  • 2016: ÍBV
  • 2017: FH
  • 2018: Stjarnan
  • 2019: Breiðablik

Leikur Breiðabliks og ÍBV fer fram á Kópavogsvelli á laugardag klukkan 12:00!

Veðurspáin fyrir Kópavogsvöll er góð.

Það er vert að geta þess að stórt drengjamót í knattspyrnu ,,Heimilistækjamótið” er í Fífunni um helgina. Það gæti því orðið erfitt að fá bílastæði nálægt vellinum. Bendum á stæðin við Sporthúsið og einnig er yfirleitt nóg af stæðum við Fífuhvamminn og á bílastæðinu suð-vestan við Fífuna.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Leikurinn verður í beinni á YouTube rás BlikarTV fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. 

Til baka