BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik - Fram mánudag kl.19.15

17.08.2014

Við minnum á leik Breiðabliks og Fram í Pepsí-deild karla á mánudagskvöldið kl.19.15 á Kópavogsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru að berjast í botnbaráttu í deildinni.

Framarar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Við höfum hins vegar verið að ströggla og gert jafntefli í þremur síðustu leikjum okkar, gegn Fjölni, Keflavík og KR.

Fjögur lið eru jöfn með 15 stig í sætum 7-10; Fjölnir, Breiðablik, Fylkir og Fram. Það er því gríðarlega mikilvægt að ná stigin þrjú sem í boði eru. Við verðum að slíta okkur frá þessum liðum  við botn deildarinnar!

Tölfræði úr viðureignum Breiðabliks og Fram í efstu deild er ekki flókin. Síðasti sigur Blika á Fram í efstu deild var 3-0 sigurinn á Kópavogsvelli árið 2008. Fyrri leikinn það ár vann Fram og u.þ.b. helming viðureigna Blika og Fram í Pepsí síðan.Jafnteflin eru 6. En það er kominn tími til að snúa því við.

Við hvetjum því alla Blika til að mæta á völlinn og hvetja okkar drengi til sigurs.

Tryggingafélagið Vörður býður viðskiptavinum sínum á völlinn og verður með ýmsar uppákomur fyrir leikinn frá kl.18.00.

Boðið verður upp á leiki fyrir alla aldursflokka, hoppukastala og grillaðar verða pylsur ofan í gesti og gangandi.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka