BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – FH í Bose mótinu 2018

16.11.2018

Breiðablik og FH spila í Bose 2018 mótinu í Fífunni á laugardaginn kl.12.00. Breiðablik, FH og HK eru saman í Bose SleepBuds-riðlinum og Víkingur R., KR og Stjarnan eru saman í Bose QC35-riðlinum. Nánar >

Liðin hafa ekki áður mæst í Bose mótinu. Í fyrra tapaði FH fyrir KR í leik um 5. sætið. En Blikar sigruðu Stjörnuna í úrslitum. Meira >

Úrslitaleikir Bose mótsins 2018 verða spilaðir á tímatilinu 2.-12. desember. Sigurlið Bose-mótsins fær vegleg verðlaun. Besti leikmaður mótsins og sá markahæsti fá glæsileg heyrnartól frá Bose.

Við hvetjum alla Blika að mæta í Fífuna á laugardaginn kl. 12:00 og sjá fyrsta æfingaleikinn fyrir keppnistímabilið 2019. Það er alltaf fjör í Fífunni þegar FH-ingar koma í heimsókn. Og Blikar hafa titil að verja. Nánar >

BlikarTV mun streyma leiknum á YouTube fyrir þá sem ekki geta mætt. Hér er slóðin >

Áfram Blikar, alltaf, allsstaðar!
 

Til baka