BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik og Valur mætast í góðgerðarleik

30.05.2020 image

Næstkomandi sunnudag, þann 31.maí, munu meistaraflokkar karla hjá Breiðabliki og Val mætast í góðgerðarleik á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst kl. 18:00.

Einungis verður selt í tvö hólf og því verða aðeins 400 miðar í boði á þennan leik.

Öll miðasala fer í gegnum tix.is. Miðinn kostar 1.000 kr og rennur allur ágóði af miðasölu til Píeta samtakanna á Íslandi.

ATH! Sama miðaverð fyrir alla, bæði börn og fullorðna, á þennan góðgerðarleik.

Hlökkum til að sjá ykkur á Kópavogsvelli á sunnudaginn.

Leikurinn verður frábært skemmtun og enn betra að styrkja gott málefni

Breiðablik, Valur og Píeta samtökin

image

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Til baka